Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. október 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Coady fer ekki aftur til Wolves
Conor Coady í leik með Everton
Conor Coady í leik með Everton
Mynd: EPA
Enski varnarmaðurinn Conor Coady mun ekki snúa aftur til Wolves í janúarglugganum þrátt fyrir að félagið hafi ákveðið að reka Bruno Lage úr starfi. Daily Mail greinir frá.

Þessi 29 ára gamli miðvörður gekk í raðir Everton á láni frá Wolves undir lok gluggans eftir að hann missti sæti sitt undir stjórn Lage.

Coady hefur smellpassað inn í lið Everton og styrkt varnarleik liðsins til muna. Everton hefur aðeins tapað tveimur deildarleikjum í fyrstu átta leikjunum og hefur Frank Lampard, stjóri félagsins, talað um þau áhrif sem Coady hefur haft á liðið.

Varnarmaðurinn var lykilmaður í liði Wolves áður en hann missti sæti sitt fyrir þetta tímabil og fóru því spekingar að velta fyrir sér hvort hann gæti snúð aftur til félagsins í janúar, en það er ekkert sem bendir til þess.

Coady, sem er fæddur og uppalinn í Liverpool-borg, er ánægður hjá Everton og hefur engan áhuga á að snúa aftur til Wolves og stendur ekkert um það í lánssamningnum að félagið megi kalla hann til baka.

Lampard er það ánægður með Coady að Everton ætlar að kaupa hann fyrir 10 milljónir punda og verða skiptin gerð varanleg áður en tímabilið klárast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner