Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 05. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax gaf lítið eftir í sóknarleiknum tveimur mönnum færri
Erik ten Hag, þjálfari Ajax.
Erik ten Hag, þjálfari Ajax.
Mynd: Getty Images
Ajax missti tvo menn af velli með brottrekstur þegar um 20 mínútur voru eftir af leik liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

Sjá einnig:
Sjáðu þegar tveir leikmenn Ajax fengu rautt spjald

Joel Veltman og Daley Blind fuku af velli og Jorginho skoraði úr vítaspyrnu. Stuttu síðar jafnaði Reece James fyrir Chelsea.

Þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri þá gaf Ajax lítið eftir í sóknarleiknum. Tveimur mönnum færri átti Ajax þrjú af fimm skotum sínum á markið í leiknum.

Á þeim tíma sem Ajax voru níu gegn 11 mönnum Chelsea, þá áttu bæði lið þrjú skot á markið.

„Ég hef aldrei séð lið tveimur mönnum færri í stöðunni 4-4 á útivelli reyna að ná fimmta markinu," skrifar þýski fjölmiðlamaðurinn Raphael Honigstein á Twitter í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner