Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. nóvember 2019 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Vill á leið til Kolos Kovalivka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson mun semja við Kolos Kovalivka í Úkraínu á næstu dögum. Þetta kemur fram hjá Íslendingavaktinni.

Hinn 25 ára gamli Árni hefur verið án félags undanfarnar vikur eftir að hann rifti samningi sínum við Termalica Nieciecza í Póllandi.

Fyrr á þessu ári var Árni á láni hjá Chornomorets Odesa í Úkraínu en hann skoraði sjö mörk í tólf leikjum í úrvalsdeildinni þar í landi og vakti athygli fyrir frammistöðu sína. Nú er líklegt að hann fari aftur til Úkraínu.

„Ég er að tala við lið í Úkraínu núna sem ég mun að öllum líkindum skrifa undir hjá," sagði Árni við Fótbolta.net í síðasta mánuði, en hann gat þá ekki sagt nafnið á félaginu.

Kolos Kovalivka er nýliði í efstu deild Úkraínu og hefur liðið farið ágætlega af stað þar. Eftir 13 leiki er liðið í áttunda sæti af 12 liðum með 14 stig.

Félagið var stofnað fyrir sjö árum síðan og hefur uppgangurinn verið nokkuð hraður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner