Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bale og Ramsey í velska landsliðshópnum
Bale í landsleik með Wales.
Bale í landsleik með Wales.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er í landsliðshópi Wales sem er að fara að leika í undankeppni EM. Bale hefur ekki spilað fyrir Real Madrid síðan Wales gerði 1-1 jafntefli gegn Króatíu í síðasta mánuði.

Aaron Ramsey, miðjumaður Juventus, er einnig í hópnum en hann missti af landsleikjunum í október vegna meiðsla.

Wales þarf sigur gegn Aserbaídsjan 16. nóvember og svo að vinna Ungverjaland heima til að eiga möguleika á að komast áfram. Þá þarf liðið að treysta á að Slóvakía missi af stigum í tveimur síðustu umferðunum.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, sagði í síðustu viku að Bale væri farinn að æfa á ný eftir meiðsli. Vonast er til að hann taki þátt í leik Madrídarliðsins gegn Eibar á laugardaginn.

„Það er vonandi að hann geti leikið einhverjar mínútur áður en hann kemur til okkar," segir Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, um Bale.

Ramsey hefur verið að stíga upp úr meiðslum og komið inn af bekknum í tveimur leikjum með Juventus í ítölsku A-deildinni.

„Hann er ekki í 100% leikæfingu en lítur vel út. Sjáum hvernig hann verður þegar við skoðum hann í næstu viku," segir Giggs um Ramsey.

Landsliðshópur Wales: Hennessey, Ward, A Davies, Gunter, A Williams, B Davies, Taylor, C Roberts, Ampadu, Mepham, Lockyer, J Lawrence, Poole, Ramsey, Allen, Wilson, Smith, Levitt, James, Vaulks, Morrell, Bale, Vokes, T Lawrence, T Roberts, Matondo, Moore.
Athugasemdir
banner
banner
banner