Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 09:37
Elvar Geir Magnússon
Bendtner segir að Özil sé „sjúkur í næturklúbba"
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil elskar næturklúbba og gat ekki beðið eftir því að láta að sér kveða í partímenningunni í London.

Þetta segir Nicklas Bendtner, fyrrum sóknarmaður Arsenal, í nýrri bók. Bendtner segist hafa farið út á lífið með Özil þrisvar á fyrstu vikunni eftir að hann kom til Arsenal 2013.

Sögusagnir gengu um að Real Madrid hafi losað sig við Özil því hann hafi djammað of mikið en leikmaðurinn hefur sagt að þær sögur séu ósannar.

Özil er nú giftur Armine Gulse sem var ungfrú Tyrkland en Bendtner segir að Özil hafi fundið sig vel með kvenfólki á skemmtistöðunum í London.

„Á öðrum degi hans hjá Arsenal sagði hann við mig: 'Ég heyrði að þú værir gaurinn sem maður eigi að tala við ef maður vill skoða næturlífið?' - Ég svaraði því að hann væri ekki á villigötum," segir Bendtner í bókinni.

„Hann lætur ekki eins og vitleysingur og er ekki of áberandi þegar hann er úti á lífinu en hann kann að skemmta sér. Eins og svo margir aðrir þá elskar hann dömur. Það er enginn vafi á því."

„Margir telja að hann sé hrokafullur en það er ekki mín reynsla. Hann er bara frekar rólegur og það getur ruglað fólk. Það er oft erfitt að lesa í hann."

Özil hefur verið inn og út úr hóp hjá Arsenal á tímabilinu, án þess að Unai Emery, stjóri liðsins, hafi gefið almennilegar skýringar á því.
Athugasemdir
banner
banner
banner