Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 05. nóvember 2019 14:07
Elvar Geir Magnússon
Boltabulla í ellefu ára bann
Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum.
Mario Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Hellas Verona hefur sett leiðtoga Ultras stuðningsmannasveitar félagsins í ellefu ára bann fyrir kynþáttafordóma í garð Mario Balotelli, sóknarmanns Brescia.

Luca Castellini, höfuðpaur harðkjarna stuðningsmanna Hellas Verona, sagði í viðtali: „Balotelli er kannski ítalskur ríkisborgari af því hann fæddist hér, hann verður samt aldrei Ítali að fullu. Við notum 'N-orðið', er það eitthvað vandamál? Er einhver að fara fangelsa mig fyrir að nota það orð?"

Balotelli hótaði að yfirgefa völlinn þar sem hann varð fyrir kynþáttafordómum í 2-1 sigri Hellas Verona gegn Brescia um síðustu helgi.

Hellas Verona þarf að hafa Poltrone Est stúkuna, þar sem boltabullurnar safnast saman, lokaða í einn leik. Aganefnd ítölsku A-deildarinnar tilkynnti það í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner