þri 05. nóvember 2019 20:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland sá fjórði sem skorar í fyrstu fjórum leikjunum
Mynd: Getty Images
Norska undrabarnið Erling Braut Haaland virðist ekki geta hætt að skora með austurríska félaginu Salzburg.

Í deild og bikar á þessu tímabili hefur hann skorað 16 mörk í 13 leikjum. Þá er hann núna búinn að skora sitt sjöunda mark í fjórða Meistaradeildarleiknum.

Hann kom Salzburg yfir á móti Napoli, í leik sem fram fer á Ítalíu.

Haaland er aðeins 19 ára gamall, en hann fjórði leikmaðurinn í sögunni sem hefur skorað í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum. Zé Carlos, Alessandro Del Piero og Diego Costa.

Í síðustu viku sagði Guardian að 20 félög væru að berjast um Haaland, sem er sonur Alf-Inge Haaland, fyrrum leikmanns Leeds og Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner