þri 05. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kiko Casilla neitar að hafa verið með fordóma í samskiptum við Leko
Mynd: Getty Images
Kiko Casilla, markvörður Leeds, hefur verið ákærður fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins. Casilla er ákærður fyrir að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Jonathan Leko í leik Leeds og Charlton í október.

Spánverjinn á að hafa skotið á Leko á óviðeigandi hátt sem tengdist uppruna eða húðlits Leko.

Casilla hefur þar til 12. nóvember til að svara fyrir ákæruna. Leeds sagði í tilkynningu í dag að Casilla neitaði sök og ætli að halda áfram að aðstoða sambandið í rannsókninni á málinuþ

Lágmarksrefsing ef Casilla verður dæmdur sekur í málinu eru sex leikir í leikbann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner