Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. nóvember 2019 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Fengum mörg færi sem við nýtum vanalega
Mynd: Getty Images
„Við náðum ekki að nýta stöðurnar sem við fengum eins og við hefðum getað gert," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-1 sigur á Genk í Meistaradeildinni í kvöld.

„Við áttum mörg skot og fengum mörg færi sem við nýtum vanalega. Við gerðum það ekki í kvöld og það hélt leiknum opnum. Það gaf þeim mikla orku."

„Þeir skoruðu gott mark. Það hélt þeim lifandi. Ox skoraði stórkostlegt mark, en við nýttum ekki okkar stöður. Við lentum í smá vandræðum, en samt ekki. Vel að verki staðið."

„Við vorum sigurstranglegri í kvöld. Það hefði komið engum á óvart ef við hefðum skorað tvö eða þrjú í fyrri hálfleiknum. En það var 1-1 og þá var þetta erfitt. En núna er allt í góðu. Á morgun jöfnum við okkur og svo hefst undirbúningur fyrir Manchester City."

Liverpool er á toppnum í E-riðlinum með níu stig eftir fjóra leiki.

Sjá einnig:
Milner: Leiðinlegt að segja þetta en það er satt
Athugasemdir
banner
banner