Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. nóvember 2019 09:23
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn leita frekar til Ljungberg en Emery
Freddie Ljungberg að gefa góð ráð á æfingsvæðinu.
Freddie Ljungberg að gefa góð ráð á æfingsvæðinu.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að yngri leikmenn Arsenal leiti frekar eftir ráðleggingum til aðstoðarþjálfarans Freddie Ljungberg en til Unai Emery,

Óvinsældir Emery meðal stuðningsmanna Arsenal hafa aukist mikið en Arsenal hefur aðeins unnið tvo af níu síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórn Arsenal hefur sagt Emery að starf hans sé ekki í hættu sem stendur en ljóst er að Spánverjinn þarf að finna uppskrift að sigrum sem fyrst.

Talað hefur verið um að einhverjir af yngri leikmönnum Arsenal séu að gera grín að stjóranum á æfingasvæðinu.

Þá segir football.london að hluti hópsins snúi sér til Ljungberg þar sem leikmenn telji sig ekki fá nægilega skýrar og nákvæmar upplýsingar frá Emery. Emery talar ensku á fréttamannafundum en er ekki enn orðinn sleipur í tungumálinu.

„Ég fékk sent myndband af Emery í síðustu viku þar sem hann var að reyna að útskýra eitthvað. Ég gat ekki fundið út hvað hann var að reyna að segja," sagði Robin van Persie, fyrrum leikmaður Arsenal, í myndveri BT Sports á dögunum.

„Það er mjög mikilvægt að vera skýr. Þú þarft að vera leiðtogi og ná að skila upplýsingum til leikmanna."
Athugasemdir
banner
banner