banner
   þri 05. nóvember 2019 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Mane, Robertson og Firmino á bekknum
Klopp byrjar með Mane á bekknum.
Klopp byrjar með Mane á bekknum.
Mynd: Getty Images
Lautaro Martinez byrjar frammi hjá Inter gegn Dortmund.
Lautaro Martinez byrjar frammi hjá Inter gegn Dortmund.
Mynd: Getty Images
Kante er á bekknum hjá Chelsea.
Kante er á bekknum hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, Roberto Firmino og Sadio Mane byrja á bekknum hjá Liverpool gegn Genk í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Joe Gomez byrjar í hjarta varnarinnar með Van Dijk, James Milner er í vinstri bakverði og Oxlade Chamberlain og Origi eru í fremstu víglínu með Mohamed Salah.

Fyrir leikinn í kvöld er Liverpool með sex stig í öðru sæti riðilsins og Genk með eitt stig á botninum. Þegar þessi lið mættust fyrir tveimur vikum í Belgíu hafði Liverpool betur, 4-1.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Milner, Fabinho, Wijnaldum, Keita, Oxlade-Chamberlain, Salah, Origi.
(Varamenn: Adrian, Lovren, Firmino, Mane, Lallana, Robertson, Jones)

Byrjunarlið Genk: Coucke, De Norre, Dewaest, Ito, Heynen, Samatta, Hrosovsky, Berge, Maehle, Lucumi, Cuesta.
(Varamenn: Wouters, Onuachu, Piotrowski, Hagi, Vandevoordt, Bongonda, Ndongala)

Napoli og Salzburg eigast við í sama riðli. Norska undrabarnið Erling Braut Haaland er auðvitað í fremstu víglínu hjá Salzburg.

Salzburg er í þriðja sæti með fjögur stig og Napoli á toppi riðilsins með sjö stig.

Byrjunarlið Napoli: Merte, Di Lorenzo, Maksimovic, Koulibaly, Mario Rui, Callejon, Fabian Ruiz, Insigne, Lozano, Mertens.

Byrjunarlið Salzburg: Carlos, Nissen Kristensen, Pongracic, Onguéné, Wöber, Ulmer, Szoboszlai, Junuzovic, Minamino, Hwang Hee-Chan, Haaland.

Í F-riðli er stórleikur þar sem Dortmund og Inter eigast við. Þessi lið mættust á Ítalíu fyrir tveimur vikum og þar hafði Inter betur, 2-0.

Barcelona er á toppi riðilsins með sjö stig, en svo koma Inter og Dortmund með fjögur stig.

Marco Reus er meiddur og er ekki með Dortmund í leiknum í kvöld. Antonio Conte, þjálfari Inter, gerir tvær breytingar frá sigurleiknum gegn Bologna um síðustu helgi. Matías Vecino og Antonio Candreva koma inn fyrir Lazaro og Gagliardini.

Byrjunarlið Dortmund: Burki, Hakimi, Hummels, Akanji, Schulz, Weigl, Witsel, Sancho, Brandt, Hazard, Götze.

Byrjunarlið Inter: Handanovic, Biraghi, Skriniar, Godin, De Vrij, Vecino, Barella, Brozovic, Candreva, Lukaku, Martinez.

Í G-riðlinum mætast Lyon frá Frakklandi og Benfica frá Portúgal. Fyrir leikinn er Benfica með þrjú stig á botni riðilsins, Lyon með fjögur stig í þriðja sæti.

Byrjunarlið Lyon: Lopes, Dubois, Denayer, Andersen, Kone, Reine-Adelaide, Tousart, Mendes, Aouar, Dembele, Memphis.

Byrjunarlið Benfica: Odysseas, Tavares, Dias, Ferro, Grimaldo, Luis, Gabriel, Fernandes, Cervi, Chiquinho, Vinicius.

Í H-riðli eru tveir leikir og er afar athyglisverður leikur í London þar sem Chelsea tekur á móti Ajax.

Michy Batshuayi tryggði Chelsea 1-0 sigur á Ajax í Amsterdam fyrir tveimur vikum, en Batshuayi byrjar á bekknum í kvöld rétt eins og N'Golo Kante sem er að koma til baka eftir meiðsli.

Staðan í riðlinum fyrir leiki kvöldsins er þannig að Chelsea er með sex stig eins og Ajax. Valencia er með fjögur og Lille eitt. Valencia og Lille eigast við á Spáni.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Zouma, Tomori, Alonso, Jorginho, Kovacic, Willian, Mount, Pulisic, Abraham.
(Varamenn: Caballero, Christensen, James, Kante, Gilmour, Hudson-Odoi, Batshuayi)

Byrjunarlið Ajax: Onana, Mazraoui, Veltman, Blind, Tagliafico, Van de Beek, Ziyech, Martinez, Nered, Tadic, Promes.

Byrjunarlið Valencia: Cillessen, Garay, Wass, Paulista, Gaya, Kondogbia, Parejo, Cheryshev, Kang In, Rodrigo, Gomez.

Byrjunarlið Lille: Maignan, Gabriel, Soumaoro, Fonte, Zeki Çelik, Andre, Soumare, Brandaric, Yusuf Yazıci, Remy, Oshimen.

Það hófust tveir leikir klukkan 17:55. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.

Leikir dagsins:
Riðill F
17:55 Barcelona - Slavia Prag (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Dortmund - Inter (Stöð 2 Sport 3)

Riðill E
20:00 Napoli - Salzburg
20:00 Liverpool - Genk (Stöð 2 Sport 2)

Riðill G
17:55 Zenit - RB Leipzig
20:00 Lyon - Benfica

Riðill H
20:00 Chelsea - Ajax (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Valencia - Lille

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner