Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. nóvember 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Njósnarar Barcelona fylgjast með Kai Havertz
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Njósnarar Barcelona fylgjast grannt með hverju skrefi Kai Havertz, miðjumanni Bayer Leverkusen.

Þessi tvítugi leikmaður hefur sterklega verið orðaður við Bayern München og einnig hafa Real Madrid og Liverpool verið nefnt.

„Einn daginn þarf ég að taka næsta skref," sagði Havertz í viðtali við Bild.

„Ég veit ekki hvort Bayern München verður næsta skref og hvort það sé rétta skrefið. Það er möguleiki að spila í öðru landi en ég vil ekki eyða of miklum tíma í að hugsa út í það núna."

Havertz var geggjaður á síðasta tímabili en hann skoraði 20 mörk og átti sjö stoðsendingar. Talið er líklegt að hann færi sig um set næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner