Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. nóvember 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid horfir löngunaraugum til Robertson
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool.
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Real Madrid horfi til Andy Robertson hjá Liverpool sem mögulegan arftaka Marcelo í framtíðinni.

Real keypti Ferland Mendy frá Lyon í sumar og Sergio Reguilon er á láni hjá Sevilla.

Marcelo hefur leikið 493 leiki fyrir Madrídarliðið síðan í janúar 2007 þegar hann kom frá Fluminense en frammistaða hans hefur dalað síðustu 18 mánuði.


Defensa Central segir að menn innan Real Madrid telji að Robertson, skoski landsliðsmaðurinn, væri bestur til að taka við keflinu af Brasilíumanninum,

Hinn 25 ára Robertson er verulega ánægður í herbúðum Liverpool þar sem hann hefur spilað gríðarlega vel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner