Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 10:38
Elvar Geir Magnússon
Sancho efstur á óskalista Chelsea?
Jadon Sancho í leik með Dortmund.
Jadon Sancho í leik með Dortmund.
Mynd: Getty Images
Telegraph segir að Frank Lampard muni fá um 150 milljónir punda til að nota í leikmannakaup í janúar ef kaupbanni félagsins verður aflétt af alþjóða íþróttadómstólnum.

Málið verður tekið fyrir 20. nóvember. Chelsea var í kaupbanni í sumar en félagið var dæmt í tveggja glugga bann fyrir að brjóta reglur um kaup á ungum leikmönnum.

Ef íþróttadómstóllinn fellir bannið úr gildi mun Chelsea fá að kaupa leikmenn í janúarglugganum.

Það er nóg til hjá Chelsea eftir að liðið komst í Meistaradeildina á síðasta tímabili og félagið seldi Eden Hazard og David Luiz.

Framtíð Pedro, Olivier Giroud og Willian eftir þetta tímabil er í óvissu og talið að Chelsea vilji bæta við sig sóknarsinnuðum leikmönnum.

Zaha, Dembele, Chilwell og Ake nefndir
Í Telegraph segir að Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, sé efstur á óskalistanum og að á blaði séu einnig Wilfried Zaha hjá Crystal Palace og Moussa Dembele hjá Lyon.

Sancho er 19 ára og hefur leikið frábærlega síðan hann fór til Þýskalands 2017.

Telegraph segir að Chelsea vilji einnig bæta við varnarmönnum og hefur sýnt áhuga á vinstri bakverðinum Ben Chilwell hjá Leicester og miðverðinum Nathan Ake hjá Bournemouth. Nær ómögulegt væri að fá Chilwell í janúar en talið er að Ake gæti komið á Stamford Bridge fyrir 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner