Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 09:11
Elvar Geir Magnússon
Son ekki í andlegu ástandi til að spila á morgun?
Son Heung-min var í andlegu áfalli eftir atvikið.
Son Heung-min var í andlegu áfalli eftir atvikið.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur áhyggjur af því að Son Heung-min sé ekki í andlegu ástandi til að spila í Belgrad á morgun.

Tottenham á Meistaradeildarleik en á sunnudaginn gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Everton.

Son fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Andre Gomes, miðjumanni Everton, sem leiddi til þess að Gomes ökklabrotnaði illa.

Suður-Kóreumaðurinn var í miklu áfalli vegna meiðsla Gomes og Tottenham hefur boðið honum aðstoð sérfræðinga til að komast yfir þetta.

Efasemdir eru um að hann verði í andlegu jafnvægi til að ferðast með til Belgrad. Búist er við því að Son muni ræða við Gomes á komandi dögum en miðjumaðurinn gekkst undir vel heppnaða aðgerð í gær.

„Við vorum í klefanum rétt áðan og Son er miður sín, hann er hágrátandi. Þetta var ekki honum að kenna. Son er ein ljúfasta manneskja sem þú finnur í boltanum, það var aldrei meiningin hjá honum að gera eitthvað svona. Ef þú sást hvernig hann brást við í kjölfarið, þá veistu það. Hann getur ekki einu sinni lyft upp hausnum þessa stundina, hann grætur mikið," sagði Dele Alli, liðsfélagi Son, eftir leikinn á sunnudag.

Tottenham leikur gegn Rauðu Stjörnunni í Belgrad á morgun. Harry Kane gæti snúið aftur eftir að hafa misst af leiknum gegn Everton vegna veikinda.

Tottenham er í öðru sæti B-riðils Meistaradeildarinnar eftir þrjár umferðir. Bayern München er með 9 stig á toppnum, Tottenham hefur 4 stig, Rauða Stjarnan 3 stig og Olympiakos 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner