þri 05. nóvember 2019 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel segist ekki hafa áhuga á Bayern
Tuchel er samningsbundinn PSG til 2021.
Tuchel er samningsbundinn PSG til 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Thomas Tuchel segist ekki hafa áhuga á því að taka við Bayern München þar sem hann er þjálfari Paris Saint-Germain, og ætlar að vera það áfram.

Sky í Þýskalandi sagði frá því að Bayern hefði sett sig í samband við Tuchel um möguleikann á að hann myndi taka við þýska stórveldinu.

Bayern tak Niko Kovac úr starfi á sunnudag eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt.

Tuchel var spurður út í Bayern á blaðamannafundi í kvöld og sagði hann: „Ég hef ekki áhuga þar sem ég er hér hjá PSG. Eftir því sem ég best veit, þá er ég samningsbundinn hérna út þetta tímabil og næsta."

Tuchel tók við PSG í fyrra og gerði liðið að frönskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Árangur liðsins í Meistaradeildinni olli hins vegar miklum vonbrigðum, þar sem liðið féll úr leik gegn Manchester United í 16-liða úrslitunum.

Tuchel þjálfaði Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi áður en hann tók við PSG.

PSG mætir Club Brugge í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á morgun, en liðið er með fullt hús stiga í riðli sínum eftir þrjá leiki.

Erik Ten Hag, þjálfari Ajax, hefur einnig verið orðaður við Bayern, en hann segist ekki ætla að yfirgefa Ajax á þessu tímabili.

Arsene Wenger, Jose Mourinho og Ralf Rangnick eru á meðal annarra þjálfara sem hafa verið orðaðir við Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner