Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 11:35
Elvar Geir Magnússon
Uli Höness: Ætlum ekki að flýta okkur
Uli Höness.
Uli Höness.
Mynd: Getty Images
Uli Höness, forseti Bayern München, segir að Þýskalandsmeistararnir muni ekki flýta sér að finna nýjan stjóra.

Króatinn Niko Kovac var rekinn á sunnudagksölvd eftir 5-1 tap Bayern gegn Eintracht Frankfurt daginn á undan.

„Við höfum sagt allt sem þarf að segja um málið. Ég get ekki sagt hvað mun gerast á næstu vikum. Við höfum þrjár vikur til að taka ákvörðun," segir Höness.

Eftir næstu helgi tekur við landsleikjahlé.

„Við höfum alltaf átt gott samband við Niko Kovac. Ég spjallaði við hann og allt er í góðu milli okkar. Við spilum gegn Olympoakos í Meistaradeildinni og svo gegn Dortmund. Þetta verður komið í ljós eftir þrjár vikur."

Jose Mourinho, Erik Ten Hag, Massimiliano Allegri og Arsene Wenger eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastarf Bæjara.
Athugasemdir
banner
banner
banner