banner
   þri 05. nóvember 2019 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xhaka ekki tekinn með til Portúgal
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Granit Xhaka er ekki í 18 manna leikmannahópi Arsenal fyrir leikinn gegn Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni á morgun.

Talið var nokkuð líklegt að hann myndi snúa aftur gegn Vitoria, en svo er ekki.

Xhaka, sem er fyrirliði Arsenal, hefur ekki leikið fyrir Arsenal frá því hann gekk af velli gegn Crystal Palace þann 27. október.

Staðan var 2-2 og Xhaka var lengi að ganga af velli. Þegar stuðningsmenn byrjuðu að baula á hann, þá brást hann reiður við, sendi merkjagjöf í átt að stúkunni og kallaði 'fokk off'. Hann reif sig svo úr treyjunni áður en hann óð beint inn í klefa.

Hann er ekki eini leikmaðurinn hjá Arsenal sem skilinn er eftir heima. Mesut Özil, Pierre Emerick Aubameyang og David Luiz fara einnig ekki með.

Arsenal er fyrir leikinn á morgun með fullt hús stiga í riðli sínum í Evrópudeildinni. Vitoria er án stiga.


Athugasemdir
banner
banner
banner