fim 05. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Lilleström með annan fótinn í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var í byrjunarliði Lilleström og átti stóran þátt í eina marki leiksins í 0-1 sigri gegn Sogndal í B-deild norska boltans í gær.

Tryggvi Hrafn tók hornspyrnu sem Kaan Kairinen kom í netið eftir viðkomu í öðrum leikmanni í vítateignum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur enda eru liðin í beinni samkeppni um annað sæti deildarinnar, sem veitir þátttökurétt í efstu deild á næsta ári.

Tryggvi hefur farið afar vel af stað með Lilleström og er liðið í góðri stöðu í toppbaráttunni. Félagið er fjórum stigum fyrir ofan Sogndal og með leik til góða þegar aðeins fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Sogndal 0 - 1 Lilleström
0-1 K. Kairinen ('7)

Í efstu deild voru Samúel Kári Friðjónsson og Axel Óskar Andrésson í byrjunarliði Viking sem steinlá gegn Odd Grenland.

Heimamenn í Odd verðskulduðu sigurinn og eru í harðri baráttu um Evrópusæti á meðan Viking siglir lygnan sjó um miðja deild.

Odd Grenland 3 - 0 Viking
1-0 M. Bakenga ('18)
2-0 M. Bakenga ('51)
3-0 J. Kitolano ('58)




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner