Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Auður mætti allslaus á EM - „Sturluð upplifun"
Icelandair
Auður á landsliðsæfingu á EM í sumar
Auður á landsliðsæfingu á EM í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var kölluð óvænt inn í landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir meiddist


Auður gekk til liðs við Stjörnuna frá Val á dögunum og Fótbolti.net fékk hana í spjall. Hún var spurð út í EM ævintýrið.

„Fyndið, eins og mest var talað um, ég var mætt þarna í frí, þetta var alvöru U-beygja, í fríi og allt í einu mætt á EM. Sturluð upplifun," sagði Auður.

Hún var ekki með neinar fótboltagræjur með sér og þurfti því að bregðast hratt við.

„Ég þurfti að fara á hlaupum með nokkrum í starfsliðinu til að kaupa takkaskó og hanska til að ná æfingunni," sagði Auður.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Fékk nóg af lánaflakkinu og valdi milli tveggja liða - „Alvöru hausverkur"
Athugasemdir
banner