Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Búinn að bíða lengi eftir því að komast í bláu treyjuna"
Mynd: Getty Images

Olver Stefánsson var á láni hjá ÍA frá sænska félaginu Norrköpping í sumar en hann hefur verið ansi óheppinn með meiðsli og veikindi undanfarið.


Þessi tvítugi varnarmaður lék síðast unglingalandsleik með u17 ára landsliði Íslands en hann var í vikunni við æfingar með u21 árs landsliðinu. Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net á dögunum og var spurður hvernig það væri að vera kominn aftur í landsliðstreyjuna.

„Það var mjög gaman, það er langt síðan síðast, ég er búinn að vera mikið frá. Þvílíkt gaman að hitta strákana aftur, þekki flesta af þeim, toppgæjar," sagði Oliver.

„Það má segja það að maður sé búinn að bíða lengi eftir því að komast í bláu treyjuna. Ég vonast eftir að geta haldið því áfram."


Oliver á leiðinni aftur til Norrköping - „Alltaf beðið eftir þessari upplifun"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner