Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. desember 2018 15:22
Elvar Geir Magnússon
Aron sá eini sem veitti West Ham mótspyrnu
Aron í leiknum gegn West Ham í gær.
Aron í leiknum gegn West Ham í gær.
Mynd: Getty Images
Stigasöfnun Cardiff í ensku úrvalsdeildinni hefur stórbatnað eftir að Aron Einar Gunnarsson kom úr meiðslum. Allir gera sér grein fyrir mikilvægi hans fyrir liðið.

Aron gat þó ekki komið í veg fyrir 3-1 tap gegn West Ham í gær en átti samt stóran þátt í marki Cardiff.

WalesOnline valdi Aron mann leiksins hjá Cardiff og gaf honum 7 í einkunn.

„Barðist af krafti. Leið vel á boltanum og í seinni hálfleik var eins og hann væri sá eini sem veitti West Ham mótspyrnu," segir í umsögn WalesOnline.

Cardiff er rétt fyrir ofan fallsætin og eftir leikinn í gær talaði Neil Warnock, stjóri liðsins, að hann vildi fá miðjumann í janúar svo liðið gæti brugðist við ef Aron yrði frá vegna meiðsla.

Cardiff tekur á móti Southampton næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner