banner
   mið 05. desember 2018 11:26
Magnús Már Einarsson
Breiðablik samþykkir tvö tilboð í Arnþór Ara
Arnþór Ari fagnar marki.
Arnþór Ari fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðabli hefur samþykkt tilboð frá tveimur íslenskum félögum í Arnþór Ara Atlason samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Arnþór Ari hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin fjögur tímabil en hann gæti nú verið á förum.

Arnþór Ari er 25 ára gamall en hann hefur spilað á kanti og á miðjunni hjá Breiðabliki.

Arnþór er uppalinn hjá Þrótti R. en hann var í eitt ár hjá Fram áður en hann fór í Breiðablik fyrir sumarið 2015.

Samtals hefur Arnþór skorað fimmtán mörk í 102 leikjum í Pepsi-deildinni á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner