mið 05. desember 2018 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Milner bestur gegn Jóa
Mynd: Getty Images
Sex síðustu leikjum fimmtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld og er hægt að sjá einkunnir úr þremur leikjum hér fyrir neðan.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn er Burnley tapaði 1-3 fyrir Liverpool og fær kantmaðurinn aðeins 5 í einkunn fyrir sitt framlag.

Joe Hart og Ben Mee voru bestu menn Burnley á meðan Virgil Van Dijk og James Milner áttu stórleik í liði Liverpool og var Milner valinn sem besti maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports.

Joe Gomez, sem fór útaf meiddur snemma leiks, fær aðeins 4 í einkunn sem er einum lægra heldur en Alberto Moreno, Divock Origi og Daniel Sturridge fengu fyrir sinn þátt.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk þá 6 er Everton gerði jafntefli við fallbaráttulið Newcastle á heimavelli. Jordan Pickford og Richarlison voru bestu menn heimamanna en Fabian Schar, varnarmaður Newcastle, var maður leiksins. Martin Dubravka átti einnig stórleik á milli stanganna hjá gestunum.

Chelsea tapaði óvænt fyrir Wolves á útivelli og hlaut Morgan Gibbs-White, 18 ára miðjumaður Úlfanna, verðlaun fyrir að vera besti maður vallarins. Rui Patricio og Ryan Bennett fengu einnig háar einkunnir. Enginn leikmaður í liði Chelsea fékk yfir 7 og var Alvaro Morata lægstur með 5.

Burnley: Hart (7), Bardsley (6), Mee (7), Tarkowski (6), Taylor (6), Cork (6), Westwood (5), Gudmundsson (5), Brady (5), Barnes (6), Wood (5).
Varamenn: Vokes (5), Lennon (5), Vydra (5).

Liverpool: Alisson (7), Gomez (4), Matip (6), Van Dijk (8), Moreno (5), Milner (8), Henderson (6), Keita (6), Shaqiri (7), Origi (5), Sturridge (5).
Varamenn: Alexander-Arnold (7), Firmino (7), Salah (6).



Everton: Pickford (7), Coleman (6), Zouma (5), Mina (6), Digne (5), Gueye (5), Gomes (6), Lookman (5), Sigurdsson (6), Richarlison (7), Tosun (6).
Varamenn: Bernard (6), Walcott (5), Calvert-Lewin (6).

Newcastle: Dubravka (8), Lascelles (6), Schar (8), Fernandez (7), Yedlin (5), Diame (6), Ki (7), Manquillo (7), Murphy (6), Rondon (7), Atsu (7).
Varamenn: Perez (7), Joselu (6).



Wolves: Patricio (8), Doherty (7), Bennett (8), Coady (7), Boly (7), Vinagre (7), Saiss (6), Moutinho (7), Jota (7), Gibbs-White (8), Jimenez (7).
Varamenn: Costa (6)

Chelsea: Arrizabalaga (6), Azpilicueta (7), Christensen (6), Rudiger (6), Alonso (6), Fabregas (7), Kante (7), Willian (7), Loftus-Cheek (7), Hazard (6), Morata (5).
Varamenn: Giroud (6), Pedro (6), Kovacic (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner