Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. desember 2018 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
England - Byrjunarlið: Klopp og Mourinho gera sjö breytingar
Gylfi og Jói á sínum stað
Hvorki Pogba né Lukaku eru í byrjunarliði Manchester United gegn Arsenal.
Hvorki Pogba né Lukaku eru í byrjunarliði Manchester United gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Þessir þrír eru á bekknum gegn Burnley.
Þessir þrír eru á bekknum gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Það eru sex leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er hægt að sjá byrjunarliðin úr þeim öllum hér fyrir neðan.

Stærsti leikur kvöldsins er vafalaust viðureign Manchester United og Arsenal á Old Trafford. Jose Mourinho gerir sjö breytingar á liðinu sem gerði jafntefli við Southampton um helgina á meðan Unai Emery gerir aðeins tvær breytingar frá 4-2 sigrinum gegn Tottenham.

Romelu Lukaku, Paul Pogba og Marouane Fellaini eru meðal þeirra sem detta úr liði Rauðu djöflanna en Aaron Ramsey og Matteo Guendouzi eru einu nýju leikmennirnir í liði Arsenal. Þeir koma inn fyrir Granit Xhaka og Henrikh Mkhitaryan.

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem tekur á móti Newcastle en Bernard og Theo Walcott detta á bekkinn. Ademola Lookman og Cenk Tosun koma inn í byrjunarliðið í þeirra stað og þá kemur Kurt Zouma inn í vörnina fyrir Michael Keane

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley og var Aron Einar Gunnarsson í byrjunarliði Cardiff í gær sem segir að íslensku landsliðsmennirnir eru ómissandi hjá félagsliðum sínum í úrvalsdeildinni.

Burnley tekur á móti Liverpool og hefur Jürgen Klopp tekið ákvörðun um að gjörbreyta byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Everton. Hann gerir hvorki meira né minna en sjö breytingar á byrjunarliðinu og hvílir sína helstu lykilmenn.

Mohamed Salah, Roberto Firmino, Fabinho og Trent Alexander-Arnold detta á bekkinn en Andy Robertson, Sadio Mane og Georginio Wijnaldum detta úr hópnum.

Úlfarnir eiga leik við Chelsea og gera bæði lið nokkrar breytingar. Maurizio Sarri gerir fimm breytingar á sínum mönnum þar sem Ruben Loftus-Cheek kemur inn í byrjunarliðið ásamt Cesc Fabregas, Andreas Christensen, Willian og Alvaro Morata.

Man Utd: De Gea, Dalot, Bailly, Smalling, Rojo, Darmian, Herrera, Matic, Lingard, Rashford, Martial

Arsenal: Leno, Bellerin, Sokratis, Holding, Mustafi, Kolasinac, Guendouzi, Torreira, Ramsey, Iwobi, Aubameyang.



Everton: Pickford, Digne, Zouma, Mina, Coleman, Gueye, Gomes, Sigurðsson, Lookman, Richarlison, Tosun

Newcastle:Dubravka, Manquillo, Lascelles, Schar, Fernandez, Yedlin, Diame, Ki, Murphy, Atsu, Rondon



Burnley: Hart, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Gunðmundsson, Cork, Westwood, Brady, Barnes, Wood

Liverpool: Alisson, Gomez, Van Dijk, Matip, Moreno, Henderson, Milner, Keita, Shaqiri, Sturridge, Origi



Wolves: Wolves XI vs Chelsea: Patricio, Bennett, Coady, Boly, Doherty, Vinagre, Moutinho, Saiss, Gibbs-White, Jota, Jimenez

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Christensen, Alonso, Fabregas, Kante, Loftus-Cheek, Willian, Hazard, Morata



Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Foyth, Rose, Dier, Winks, Eriksen, Son, Lucas, Kane.

Southampton: McCarthy, Cedric, Yoshida, Stephens, Targett, Ward-Prowse, Davis, Hojbjerg, Redmond, Armstrong, Gabbiadini.


Fulham: Rico, Christie, Odoi, Mawson, Le Marchand, Kamara, Chambers, Seri, Sessegnon, Vietto, Mitrovic

Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Soyuncu, Chilwell, Mendy, Ndidi, Albrighton, Maddison, Diabete, Iheanacho


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner