Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. desember 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gazidis tekinn til starfa hjá AC Milan
Ivan Gazidis.
Ivan Gazidis.
Mynd: Getty Images
Ivan Gazidis er formlega tekinn til starfa sem nýr framkvæmdastjóri AC Milan. Ítalska félagið segir að þetta séu skýr skilaboð um metnað þess.

„Við erum mjög ánægð með ráðninguna á Gazidis. Þetta lýsir áætlunum nýrra eigenda félagsins og þeirra langtímapælingum," segir Gazidis.

Hinn 53 ára Gazidis starfaði hjá Arsenal en hefur gert samning við AC Milan til 30. júní 2020.

Uppskera AC Milan hefur verið rýr síðustu ár en liðið situr nú í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar.

Milan hefur 18 sinnum orðið Ítalíumeistari, síðast 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner