Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. desember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola kemur Jesus til varnar
Sergio Aguero og Gabriel Jesus.
Sergio Aguero og Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, kom brasilíska framherjanum Gabriel Jesus til varnar eftir 2-1 sigurinn á Watford í gærkvöldi.

Jeuss fór illa með gott færi í síðari hálfleik en hann var í byrjunarliðinu í fjarveru Sergio Aguero sem er meiddur. Jesus hefur einungis skorað eitt af 45 mörkum City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það mark kom í ágúst.

„Það er mikilvægt að hann fékk færi, skapaði svæði og hann bjó til annað markið," sagði Guardiola og átti þar við stoðsendingu Jesus á Riyad Mahrez.

„Hann getir marga aðra hluti, hann pressar og hjálpar okkur í mörgum aðstæðum."

Aguero var einnig fjarverandi gegn Bournemouth um síðustu helgi og óvíst er hvort hann verði með City í stórleiknum gegn Chelsea á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner