Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 05. desember 2018 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur áfram í bikarnum - Byrjunarliðssæti Rúnars í hættu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar er Vendsyssel gerði sér lítið fyrir og sló Nordsjælland úr leik í danska bikarnum.

Ninos Gouriye gerði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum þannig áfram í 8-liða úrslitin.

Jón Dagur og félagar mæta Hirti Hermannssyni og félögum í Bröndby í næstu umferð.

Rúnar Alex Rúnarsson var þá ekki með Dijon í dag vegna veikinda. Franski markvörðurinn Bobby Allain varði markið í hans stað og átti stórleik, en hann hefur verið að fá mikið lof fyrir sína vinnu og gæti byrjunarliðssæti Rúnars verið í hættu.

Nordsjælland 0 - 1 Vendsyssel
0-1 N. Gouriye ('43)

Dijon 2 - 1 Guingamp
1-0 B. Jeannot ('14)
1-1 M. Coco ('79)
2-1 O. Haddadi ('86)
Rautt spjald: W. Lautoa, Dijon ('71)
Athugasemdir
banner
banner