banner
   mið 05. desember 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho aldrei með sama lið - 39 breytingar í 14 leikjum
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur ekki náð að finna réttu blönduna í liðsvali í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Mourinho hefur alltaf gert breytingar á milli leikja í fyrstu 14 umferðum deildarinnar.

Mest hefur Mourinho gert sex breytingar en það gerði hann fyrir 3-0 tap gegn Tottenham í ágúst og fyrir 2-2 jafnteflið gegn Southampton um síðustu helgi.

Daily Mail fer yfir allar þessar breytingar í dag og þar kemur fram að samtals hefur Mourinho gert 39 breytingar á byrjunarliðinu á millli leikja í úrvalsdeildinni í vetur.

Mourinho hefur einnig breytt leikkerfinu en hann fór úr 4-3-3 yfir í 3-5-2 gegn Southampton um síðustu helgi.

Manchester United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu en liðið mætir Arsenal á heimavelli í kvöld og Fulham um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner