Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. desember 2018 10:29
Elvar Geir Magnússon
Nýr samningur á borðinu fyrir Hazard - Í hans höndum
Eden Hazard fagnar marki.
Eden Hazard fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Chelsea er þegar tilbúið til að gera nýjan samning við Eden Hazard en er að bíða eftir því að belgíski landsliðsmaðurinn taki ákvörðun.

Þetta segir Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.

Hazard er samningsbundinn til 2020 en sífellt er talað um áhuga Real Madrid.

„Klárlega vil ég hafa Eden hérna. En ég vil hafa hann ef hann vill vera hérna áfram. Félagið getur skrifað undir samning nú þegar en það er í hans höndum hvort hann vilji framlengja eða ekki," segir Sarri.

Fyrr á tímabilinu sagði Hazard að hann myndi ekki yfirgefa Chelsea í janúarglugganum.

„Ég veit að það eru viðræður milli félagsins og umboðsmanns Eden í hverri viku. Um leið og það gerist eitthvað nýtt þá fæ ég símtal frá félaginu."

Sjá einnig:
Sarri vill halda Loftus-Cheek, Luiz og Fabregas

Chelsea er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og heimsækir Wolves í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner