Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. desember 2018 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Alaves úr leik í bikarnum - Atletico áfram
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið í spænska bikarnum og er það helst í fréttum að Alaves tapaði 2-1 fyrir Girona og datt úr leik.

Alaves hefur verið spútnik lið tímabilsins á Spáni og er óvænt í toppbaráttunni ásamt liðum á borð við Barcelona og Atletico Madrid.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli Alaves og í dag voru gestirnir mun betri í fyrri hálfleik en komu knettinum ekki í netið.

Það færðist aukið fjör í leikinn eftir leikhlé þar sem heimamenn tóku einnig að sækja og fengu bæði lið góð færi. Gestirnir komust yfir með sjálfsmarki en nýting heimamanna var betri og skóp sigurinn.

Alex Granell jafnaði á 74. mínútu og gerði Portu sigurmarkið fimm mínútum síðar, úr tveimur af sjö skotum liðsins í leiknum. Alaves átti átján skot.

Atletico Madrid átti þá ekki í vandræðum með Sant Andreu eftir 0-1 sigur í fyrri leiknum á útivelli. Atletico vann 4-0 heima þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik.

Atletico og Girona eru því komin áfram í 16-liða úrslit spænska Konungsbikarsins.

Girona 2 - 1 Alaves (4-3 samanlagt)
0-1 Pedro Alcala ('62, sjálfsmark)
1-1 Alex Granell ('74)
2-1 Portu ('79)

Atletico Madrid 4 - 0 Sant Andreu (5-0 samanlagt)
1-0 Thomas Lemar ('48)
2-0 Nikola Kalinic ('53)
3-0 Angel Correa ('55)
4-0 Vitolo ('81)
Athugasemdir
banner
banner