Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 05. desember 2018 12:12
Magnús Már Einarsson
Tobias Thomsen: Fékk ekki spiltímann sem ég veit að ég verðskuldaði
Tobias Thomsen.
Tobias Thomsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég tel að ég hafi ennþá eitthvað að sanna á Íslandi, sérstaklega eftir síðasta tímabil þar sem ég fékk ekki spiltímann sem ég veit að ég verðskuldaði. Það er gott að ganga til liðs við félag þar sem ég veit að ég mun spila ef ég geri mitt besta. Ég er mjög ánægður," sagði danski framherjinn Tobias Thomsen við Fótbolta.net í dag.

Tobias hefur gengið til liðs við KR á nýjan leik eftir eitt ár hjá Val. Tobias skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni með KR sumarið 2017 en síðastliðið sumar var hann mikið á bekknum hjá Íslandsmeisturum Vals þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum í Pepsi-deildinni.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur til KR og hlakka til að koma til liðsins. Ég held að við getum gert frábæra hluti og reynt að berjast við önnur lið á toppnum á næsta tímabii. Það eru margir frábærir leikmenn í liðinu og tveir frábærir þjálfarar, Rúnar (Kristinsson) og Bjarni (Guðjónsson). Þeir geta náð því mesta út úr leiknum svo ég er spenntur."

Skömmu eftir tímabil lá fyrir að Tobias myndi yfirgefa Val og nokkur félög sýndu honum áhuga.

„Ég er upp með mér yfir áhuganum frá öllum þeim liðum sem vildu fá mig. Það sýnir að ég hef gert eitthvað rétt á tíma mínum hér á Íslandi. Á endanum vildi ég fara til KR því ég vildi vinna með Rúnari. Við höfum átt mörg frábær samtöl og ég vildi líka fara aftur til félagsins sem kunni að meta mig í fyrst skipti sem ég kom til Íslands."

KR endaði í 4. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og endurheimti sæti í Evrópukeppni. Tobias vill fara ennþá hærra með liðinu næsta sumar.

„Persónulegt markmið mitt er að vinna hvern einasta leik sem ég spila og hjálpa liðinu með því að skora mörk og leggja upp fyrir aðra," sagði Tobias.

„Ég vona að liðið geti bætt árangurinn frá síðasta tímabili, barist ennþá meira við toppliðin og farið langt í Evrópu og bikarnum. Allar keppnir eru mikilvægar. Þetta snýst um að vinna leiki og við þurfum að vera með sigurhugarfar."
Athugasemdir
banner
banner