banner
   sun 05. desember 2021 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Levante jafnaði met sem enginn vill jafna
Hafa farið í gegnum 24 leiki án sigurs.
Hafa farið í gegnum 24 leiki án sigurs.
Mynd: Getty Images
Levante jafnaði met þegar liðinu tókst ekki að vinna leik sinn í spænsku úrvalsdeildinni.

Levante gerði markalaust jafntefli við Osasuna á heimavelli og hefur liðinu ekki tekist að vinna í síðustu 24 deildarleikjum sínum. Það er jöfnun meti frá 1997/98 þegar Sporting Gijon fór í gegnum 24 deildarleiki án þess að vinna.

Levante er á botni La Liga með átta stig úr 16 leikjum. Osasuna er í níunda sæti með 21 stig.

Elche, Rayo Vallecano og Valencia unnu sína leiki í dag. Rayo er að koma mjög á óvart og er liðið í sjötta sæti sem stendur. Hér að neðan má sjá úrslit dagsins, markaskorara og stöðutöfluna í deildinni.

Celta 1 - 2 Valencia
1-0 Iago Aspas ('11 )
1-1 Hugo Duro ('19 )
1-2 Maxi Gomez ('53 )

Levante 0 - 0 Osasuna

Rayo Vallecano 1 - 0 Espanyol
0-1 Leandro Cabrera ('54 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Fran Merida, Espanyol ('90)

Elche 3 - 1 Cadiz
1-0 Fidel ('13 , víti)
1-0 Alex ('25 , Misnotað víti)
2-0 Tete Morente ('75 )
3-0 Josan ('90 )
3-1 Alex ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner