Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefur nánast náð að sameina þjóðina sem þjálfari félagsliðs"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson er sá sem er líklegastur til að taka við íslenska landsliðinu þó KSÍ hafi ekki enn haft samband við Víking vegna hans.

Arnar hefur gert magnaða hluti með Víkinga síðustu árin og er sá þjálfari sem lesendur Fótbolta.net vilja helst að taki við landsliðinu. Í könnun hér á síðunni á dögunum kusu 40 prósentur Arnar sem besta kostinn á meðan 29 prósent völdu erlendan þjálfara og 28 prósent völdu Frey Alexandersson.

„Auðvitað skilur maður þetta, gæinn er búinn að allt hérna og náð þessum sögulega árangri," sagði Tómas Þór Þórðarson, stuðningsmaður Víkings, þegar rætt var um Arnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Hann er náttúrulega stórkostlegur kostur í þetta. Hann hefur nánast náð að sameina þjóðina sem þjálfari félagsliðs. Eftir að Víkingur fór að vinna meira eru fleiri orðnir pirraðari á honum en fyrir tveimur árum síðan var þetta vinsælasti þjálfari á Íslandi þvert á lið. Ég skil að fólk heillist með honum."

„Það eru 12-13 ár síðan Víkingar féllu úr efstu deild með skömm. Þetta var djók í langan tíma. Svo allt í einu kemur einn maður og sýnir hvað er hægt að gera. Auðvitað skilur maður þetta," sagði Tómas um að Arnar væri vinsæll kostur. Hann vill þó ekki að fólk sofi á Frey, hann sé líka mjög góður kostur.
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Athugasemdir
banner
banner