Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
„Munum gera allt í okkar valdi til að halda Musiala"
Mynd: EPA
Jamal Musiala á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við FC Bayern og er hann eftirsóttur af öllum stærstu liðum Evrópu.

Herbert Hainer, forseti Bayern, var spurður út í framtíð Musiala á dögunum og hvort launakröfur leikmannsins væru orðnar alltof háar fyrir Bayern.

„Ferðalagi Jamal hjá Bayern er langt frá því að vera lokið. Ég vil ekki tjá mig um launamál en ég get sagt að Jamal er einn af bestu fótboltamönnum heims í dag og við munum gera allt í okkar valdi til að halda honum," sagði Hainer við TZ München.

Musiala er 21 árs gamall sóknartengiliður sem er kominn með 10 mörk og 4 stoðsendingar í 18 leikjum undir stjórn Vincent Kompany.
Athugasemdir
banner
banner