Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 00:18
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Leipzig flaug áfram - Norski táningurinn með stoðsendingaþrennu
Antonio Nusa (f.m) lagði upp öll þrjú mörk Leipzig
Antonio Nusa (f.m) lagði upp öll þrjú mörk Leipzig
Mynd: Getty Images
RB Leipzig og Augsburg eru komin áfram í 8-liða úrslit þýska bikarsins.

Leipzig vann sterkan 3-0 sigur á Eintracht Frankfurt í Leipzig. Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko skoraði fyrsta markið og bætti Lois Openda við tveimur í síðari.

Norski táningurinn Antonio Nusa lagði upp öll þrjú mörk heimamanna í leiknum.

Augsburg þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Karlsruher, en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Karlsruher tók forystuna á 111. mínútu í framlengingu en gestirnir í Augsburg svöruðu með marki frá Ruben Vargas í uppbótartíma.

Augsburg skoraði úr öllum fimm vítaspyrnum sínum í vítakeppninni og varði síðan Finn Dahmen, markvörður liðsins, fimmtu og síðustu spyrnu Karlsruher í leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

Leipzig 3 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Benjamin Sesko ('31 )
2-0 Lois Openda ('49 )
3-0 Lois Openda ('58 )

Karlsruher 2 - 2 Augsburg (4-5 eftir vítakeppni)
0-1 Samuel Essende ('40 )
1-1 Fabian Schleusener ('54 )
2-1 Marvin Wanitzek ('111 )
2-2 Ruben Vargas ('120 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner