banner
   mán 06. janúar 2020 13:07
Magnús Már Einarsson
Albert byrjaður að æfa á ný með bolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með bolta eftir að hann braut bein í ökkla í byrjun október.

Albert fór í aðgerð í október og reiknað var með að hann yrði frá í fjóra til fimm mánuði.

AZ Alkmaar er í æfingaferð í Oliva á Spáni og Albert er með í för. Í dag birti AZ myndband á Twitter þar sem Albert sést æfa með bolta.

Hann mun síðan bæta við æfingarnar á næstu vikum áður en han snýr aftur í leikmannahópinn.

Albert hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár og hann ætti að vera kominn á fulla ferð þegar kemur að umspilsleiknum gegn Rúmenum í mars.



Athugasemdir
banner
banner