Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal hafnaði tilboði í Mkhitaryan
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar í Róm segja að Arsenal hafi hafnað kauptilboði frá Roma í armenska sóknartengiliðinn Henrikh Mkhitaryan sem er á láni hjá ítalska félaginu út tímabilið.

Mkhitaryan hefur verið flottur frá komu sinni tl Roma þrátt fyrir meiðslavandræði en hann gekk í raðir félagsins á svipuðum tíma og enski varnarmaðurinn Chris Smalling, sem kom á lánssamningi frá Manchester United.

Tilboði Roma í Smalling var hafnað fyrr á tímabilinu og nú er Arsenal búið að hafna vandræðalega lágu boði í Mkhitaryan, sem er talið hljóða upp á 10 milljónir evra.

Mkhitaryan verður 31 árs síðar í janúar og rennur samningur hans við Arsenal ekki út fyrr en á næsta ári, í júní 2021.

Arsenal er reiðubúið að selja leikmanninn en vill fá hærra tilboð.
Athugasemdir
banner
banner
banner