Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. janúar 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bale og Benzema missa af Ofurbikarnum
Mynd: Getty Images
Slæm tíðindi voru að berast úr herbúðum Real Madrid. Karim Benzema og Gareth Bale eru búnir að bætast við meiðslalistann og missa því af úrslitakeppni spænska Ofurbikarsins sem fer fram í Jeddah í Sádí-Arabíu í vikunni.

Bale er með sýkingu í öndunarfærum og verður því frá í nokkra daga á meðan Benzema er meiddur á vinstri fótlegg. Meiðsli Benzema, sem hefur verið meðal bestu manna Real á tímabilinu, eru lítilvægleg. Eden Hazard og Marco Asensio eru einnig frá vegna meiðsla.

Þeir voru báðir með í 0-3 sigri gegn Getafe um helgina en munu missa af undanúrslitaleik Ofurbikarsins gegn Valencia á miðvikudaginn. Ólíklegt er að þeir muni taka þátt í úrslitaleiknum þó liðið komist þangað.

Úrslitaleikurinn fer fram næsta sunnudag. Þar gæti Real mætt erkifjendum sínum í Barcelona eða nágrönnunum í Atletico.
Athugasemdir
banner
banner