Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. janúar 2020 09:18
Magnús Már Einarsson
Bruno Fernandes aftur á óskalista Man Utd
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Jerome Boateng er á óskalista Arsenal.
Jerome Boateng er á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag enda er félagaskiptaglugginn opinn.



Manchester United ætlar að endurvekja áhuga sinn á Bruno Fernandes (25) miðjumanni Sporting Lisabon. (Goal.com)

Arsenal hefur haft formlega samband við Bayern Munchen til að lýsa yfir áhuga á varnarmanninum Jerome Boateng (31). (Footmercato)

Chelsea er að skoða David Alaba, varnarmann Bayern Munchen, en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum. (Mirror)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ætlar að leita lausna á félagaskiptamarkaðinum eftir tapið gegn Liverpool í enska bikarnum í gær. (Times)

Barcelona er komið í bílstjórasætið í baráttunni um Dani Olmo (21) sóknarmann Dinamo Zagreb. Chelsea og Manchester United eru einnig inni í myndinni. (Goal.com)

Jesse Lingard (27) leikmaður Manchester United er búinn að leita til umboðsmannsins Mino Raiola. Lingard gæti verið á förum frá United. (Mail)

Juventus vonast til að fá Mauro Icardi frá Inter í sumar. Icardi er í láni hjá PSG í dag. (Mail)

Dwight Gayle (29) framherji Newcastle hefur verið orðaður við Preston. (Lancashire Evening Post)

Hakim Ziyech (26) miðjumaður Ajax hefur fengið þau skilaboð að hann megi fara frá félaginu í þessum mánuði. Ziyech hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham. (Football.London)

Chelsea hefur sett Gabriel Barbosa (23) framherja Inter efstan á óskalista sinn í þessum mánuði. (Express)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, er tilbúinn að leyfa framherjanum Olivier Giroud (33) að fara en hann hefur verið orðaður við Aston Villa. (Birmingham Mail)

Newcastle vill fá Giroud á láni út tímabilið en Chelsea ætlar ekki að láta hann fara nema fá mann inn í staðinn. (Telegraph)

Chelsea er tilbúið að lána miðjumanninn Danny Drinkwater (29) aftur en vill þá að viðkomandi félag greiði laun leikmannsins upp á 110 þúsund pund á viku. (Sun)

Watford hefur blandað sér í baráttuna um Jarrad Branthwaite framherja Carlisle (17) en Everton vill líka fá hann. (Watford Observer)

Sheffield United vill fá franska framherjann Billel Omrani (26) frá Cluj í Rúmeníu. (Sun)

Ben Gibson (26) varnarmaður Burnley, er á óskalista Frankfurt og Köln í Þýskalandi. (Mail)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, vill fá tvo nýja framherja í þessum mánuði. (South London Press)

Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir Ousmane Dembele (22) framherja Barcelona en hann smellti „like" á færslu á Instagram þar sem var teiknimynd af honum í treyju Liverpool. (Express)
Athugasemdir
banner
banner