Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. janúar 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Eigendur West Ham vildu ekki fá Pearce aftur
Stuart Pearce.
Stuart Pearce.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuart Pearce segir að eigendur West Ham hafi komið í veg fyrir að hann myndi koma aftur í þjálfarateymi David Moyes hjá félaginu.

Pearce var í þjálfarateymi Moyes þegar hann stýrði West Ham tímabilið 2017/2018. Eftir að tímabilinu lauk var Moyes látinn fara og Pearce gagnrýndi þá ákvörðun á sínum tíma.

„Ég held að eigendurnir hafi verið á þeirri skoðun að ég hafi gagnrýnt of mikið þegar ég hætti þarna síðast og því komu þeir í veg fyrir þetta," sagði Pearce.

„Þeir taka ákvarðanir, þeir eiga félagið og ég virði það. Þeir sýndu nægilega auðmýkt til að taka símann upp og segja við David: 'Ertu til í að koma aftur?"

„Ég er bara ánægður með að sjá Dave aftur í ensku úrvalsdeildinni því ég tel að hæfileikar hans verðskuldi það."

Athugasemdir
banner
banner
banner