Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 06. janúar 2020 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Nelson sló Leeds úr leik
Reiss Nelson var réttur maður á réttum tíma.
Reiss Nelson var réttur maður á réttum tíma.
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 0 Leeds
1-0 Reiss Nelson ('55)

Arsenal tók á móti Leeds United, toppliði Championship deildarinnar, í eina leik dagsins í enska bikarnum.

Gestirnir frá Leeds voru mun betri í fyrri hálfleik og hrikalega óheppnir að koma knettinum ekki í netið. Þeir áttu fimmtán marktilraunir gegn þremur og heimamenn stálheppnir að vera ekki undir í leikhlé. Emiliano Martinez gerði mjög vel að halda sínum mönnum í leiknum.

Seinni hálfleikurinn var allt öðruvísi enda hefur Mikel Arteta látið vel í sér heyra í klefanum. Arsenal var mun betri aðilinn og skoraði Reiss Nelson sigurmarkið á 55. mínútu. Hann var þá heppinn að vera réttur maður á réttum stað en boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf Alexandre Lacazette sem fór af varnarmanni.

Leeds komst ekki nálægt því að jafna og stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar. Gestirnir sýndu þó hvers þeir eru megnugir og verður afar spennandi að sjá
hvort Marcelo Bielsa takist að stýra þeim upp í ensku úrvalsdeildina í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner