Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. janúar 2020 09:40
Magnús Már Einarsson
Guðsonur Guðna spilaði með Liverpool - Braut kertastjaka á Íslandi
Nathaniel Phillips.
Nathaniel Phillips.
Mynd: Getty Images
Nathaniel Phillips spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í 1-0 sigrinum á Everton í enska bikarnum í gær en hann lék í hjarta varnarinnar við hlið Joe Gomez.

Phillips er guðsonur Guðna Bergssonar, formanns KSÍ en Vísir segir frá þessu í dag.

Guðni lék með Jimmy Phillips, föður Nat, hjá Bolton á árunum 1995 til 2001 og þeir urðu góðir vinir.

Jimmy tók síðar við sem yfirmaður í unglingastarfi Bolton en þar þjálfaði hann son sinn áður en hann fór til Liverpool árið 2016.

Hinn 22 ára gamli Nat Phillips fór til Stuttgart á láni í þýsku B-deildina síðastliðið sumar en Liverpool kallaði hann til baka úr láni á dögunum vegna meiðsla Joel Matip og Dejan Lovren.

Halldór Smári Sigurðarson, leikmaður Víkings, greindi frá því á dögunum að Nat hafi brotið kertastjaka heima hjá foreldrum hans á Íslandi fyrir 14 árum síðan. Fjölskyldutengsl eru milli Halldórs og Guðna og Nathaniel var hér á landi í heimsókn þegar atvikið átti sér stað.

Athugasemdir
banner