Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter heimsækir Napoli
Zlatan gæti komið við sögu gegn Sampdoria
Mynd: Getty Images
Ítalska tímabilið er hálfnað og lýkur 18. umferð í dag. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum þar sem fjórir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Veislan hefst fyrir hádegi þegar Bologna tekur á móti Fiorentina. Lærisveinar hins fárveika Sinisa Mihajlovic eru búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og staddir um miðja deild, fimm stigum fyrir ofan fyrrum lærisveina Vincenzo Montella frá Flórens.

Ítalíumeistarar Juventus geta tekið toppsæti Serie A með stigi gegn spútnik liði tímabilsins Cagliari, sem er þó búið að tapa tveimur leikjum í röð og situr í sjötta sæti. Juve fær Cagliari í heimsókn og verður áhugavert að sjá hvort hinn eftirsótti Merih Demiral haldi sæti sínu í hjarta varnarinnar. Hann hefur verið að halda Matthijs de Ligt á bekknum undanfarnar vikur.

Hinn 38 ára gamli Zlatan Ibrahimovic gæti svo komið við sögu er AC Milan tekur á móti Sampdoria og skammt frá spilar Atalanta heimaleik gegn Parma.

Leccce og Udinese eigast svo við í fallbaráttunni áður en Inter heimsækir Napoli í stórleik helgarinnar. Inter er, ásamt Juve, á toppnum á meðan Napoli hefur gengið illa og er í 8. sæti, með 24 stig eftir 17 umferðir.

Leikir dagsins:
11:30 Bologna - Fiorentina (Stöð 2 Sport)
14:00 Juventus - Cagliari (Stöð 2 Sport)
14:00 AC Milan - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Atalanta - Parma
17:00 Lecce - Udinese
19:45 Napoli - Inter (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner