Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. janúar 2020 16:11
Magnús Már Einarsson
Ítalía: Ronaldo með þrennu - Zlatan sneri aftur
Zlatan Ibrahimovic í leiknum í dag.
Zlatan Ibrahimovic í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Ronaldo var í stuði í dag.
Ronaldo var í stuði í dag.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum er lokið í Serie A á Ítalíu í dag. Juventus er með þriggja stiga forskot á Inter á toppnum eftir 4-0 sigur á Cagliari. Inter mætir Napoli í kvöld og getur aftur jafnað Juventus þá.

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í dag en um er að ræða fyrstu þrennu hans í Serie A. Fyrsta markið gerði hann eftir varnarmistök hjá Ragnar Klavan, fyrrum varnarmanni Liverpool.

Zlatan Ibrahimovic sneri aftur í lið AC Milan í markalausu jafntefli gegn Sampdoria. Zlatan byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður fyrir Krzysztof Piatek á 55. mínútu.

Atalanta 5 - 0 Parma
1-0 Alejandro Gomez ('11 )
2-0 Remo Freuler ('34 )
3-0 Robin Gosens ('43 )
4-0 Josip Ilicic ('60 )
5-0 Josip Ilicic ('71 )

Bologna 1 - 1 Fiorentina
0-1 Marco Benassi ('27 )
1-1 Riccardo Orsolini ('90 )

Juventus 4 - 0 Cagliari
1-0 Cristiano Ronaldo ('49 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('67 , víti)
3-0 Gonzalo Higuain ('81 )
4-0 Cristiano Ronaldo ('82 )

AC Milan 0 - 0 Sampdoria

Lecce 17:00 Udinese

Napoli 19:45 Inter


Athugasemdir
banner
banner