Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 06. janúar 2020 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus neitar að lána Adrien Rabiot
Mynd: Getty Images
Everton og Lyon vilja ólm fá franska miðjumanninn Adrien Rabiot á lánssamningi frá Juventus út tímabilið, en Ítalíumeistararnir vilja halda honum.

Rabiot er 24 ára gamall og var gríðarlega eftirsóttur á síðustu leiktíð, þar sem stærstu félög Evrópu voru öll á höttunum eftir honum. Hann valdi að lokum að ganga til liðs við Juve þar sem hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma undir stjórn Maurizio Sarri.

Sarri hefur þó miklar mætur á Rabiot og telur hann geta leyst mikilvægt hlutverk á seinni hluta tímabilsi. Juve er í harðri toppbaráttu í Serie A og mætir Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Rabiot hefur aðeins komið við sögu í 9 af fyrstu 17 deildarleikjum tímabilsins og hefur það vakið athygli félaga víðsvegar um Evrópu. Arsenal, Manchester United og fleiri stórlið hafa áhuga á Rabiot en eru ekki með það í forgangi að fá hann til sín, ólíkt Everton og Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner