Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. janúar 2020 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
Katar: Al Arabi skíttapaði á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi 1 - 6 Al Sadd
1-0 Marc Muniesa ('10)
1-1 Ro Ro ('31)
1-2 Baghdad Bounedjah ('32)
1-3 Marc Muniesa ('35, sjálfsmark)
1-4 Al Haydos '54)
1-5 A. Afif ('74)
1-6 Baghdad Bounedjah ('80)

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi steinlágu er þeir fengu Al Sadd í heimsókn í efstu deild í Katar.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðinu og komust heimamenn yfir snemma leiks með marki frá spænska miðverðinum Marc Muniesa, sem ólst upp hjá Barcelona og var hjá Stoke City í nokkur ár.

Ro Ro jafnaði á 31. mínútu og var Baghdad Bounedjah snöggur að koma gestunum yfir. Muniesa kom knettinum aftur í netið skömmu síðar nema að í þetta sinn var það í rangt mark. Staðan var því 1-3 í hálfleik fyrir Al Sadd, sem endaði í 6. sæti á HM félagsliða í desember.

Gestirnir bættu þremur mörkum við í síðari hálfleik og niðurstaðan 1-6 stórsigur.

Al Arabi er í fimmta sæti, með 18 stig eftir 12 umferðir. Al Sadd er þremur stigum fyrir ofan og með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner