Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 06. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Klopp hrósaði Jones og Minamino í hástert
Curtins Jones fagnar marki sínu í gær.
Curtins Jones fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var hæstánægður með miðjumanninn Curtis Jones í 1-0 sigrinum á Everton í enska bikarnum í gær. Jones skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti í slána og inn.

„Ég hef þekkt hann í þrjú og hálft ár. Hann hefur tekið stór skref og verður 100% leikmaður Liverpool ef ekkert skrýtið gerist," sagði Klopp.

„Ég er ekki hissa á að hann skoraði markið. Hann er fyrir þessar stöður á vellinum. Hann þarf samt að læra meira og bæta sig. Stundum gleymir fólk að hann er 18 ára. Ótrúlegt."

Japanski sóknarmaðurinn Takumi Minamino spilaði sinn fyrsta leik í gær síðan hann kom frá Red Bull Salzburg.

„Hann var framúrskarandi, nákvæmelga leikmaðurinn sem við vildum og við óskuðum okkur," sagði Klopp um Minamino eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner