mán 06. janúar 2020 15:00
Fótbolti.net
Könnun meðal leikmanna um lengingu Íslandsmótsins
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í þessum mánuði verður lögð fram könnun fyrir leikmenn í Pepsi Max-deild karla um mögulega fjölgun leikja í deildinni. Mikil umræða hefur verið í gangi um fjölgun leikja og hafa verið tillögur um að taka upp þrefalda umferð eða fjölga liðunum í Pepsi Max-deildinni í 14 eða 16.

Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtakanna, ræddi málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Þar greindi hann frá því að könnun verði lögð fyrir leikmenn í deildinni í þessum mánuði.

„Við ætlum að kanna hvernig stemningin er fyrir þessu. Þeir leikmenn sem ég hef talað við eru á því að þetta sé gott skref. Það vilja allir fá fleiri alvöru leiki," sagði Arnar Sveinn í þættinum.

„Þó að það sé verið að reyna að búa til góða umgjörð í kringum Lengjubikarinn og Fótbolta.net mótið þá er alltaf æfingaleikjabragur yfir þessu. Það er margt gott um það að segja en stemningin er alltaf þannig að þetta sé æfingaleikur. Bæði hvað varðar umgjörðina og mætingu á leiki."

„Heilt yfir eru leikmenn á því að það eigi að fjölga leikjum en það er spurning hvernig útfærslan er. Ég persónulega er hrifnastur af því að fara í þrefalda umferð en þá er spurning hvernig þú útfærir það. Er fyrsta umferðin spiluð á hlutlausum velli eða hvernig verður það? Það eru ekki öll lið tilbúin með leikvelli í febrúar eða mars."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Arnar í heild. Spjallið við hann byrjar á 16.30.

Sjá einnig:
Þjálfarar í Pepsi Max vilja fjölga leikjum - Misjafnar leiðir
Íslenski boltinn - Fjör á Fásksrúðsfirði og leikmenn vilja lengja
Athugasemdir
banner
banner
banner