Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. janúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Man Utd í kapphlaupi við tímann
Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að nokkrir leikmenn liðsins séu í kapphlaupi við tímann fyrir leikinn gegn Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins á morgun.

Flensa herjar á leikmannahóp United en Jesse Lingard, Anthony Martial og Luke Shaw misstu allir af markalausa jafnteflinu gegn Wolves um helgina.

Harry Maguire meiddist einnig í þeim leik auk þess sem Paul Pogba og Scott McTominay eru á meiðslalistanum.

„Við gefum þeim eins mikinn tíma og við getum. Það er hreinskilnasta svarið sem ég get gefið ykkur," sagði Solskjær í dag.

„Ef að leikurinn væri í dag þá er ég ekki viss um að þeir yrðu upp á sitt besta. 36 tímar til viðbótar gætu breytt því."
Athugasemdir
banner